Macron vill svipta Weinstein æðstu heiðursorðu Frakklands Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 22:12 Emmanuel Macron Vísir/Getty Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra. Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur hafið ferli sem miðast að því að svipta bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein æðstu heiðursorðu sem nokkur getur öðlast í Frakklandi. Macron greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld ásamt því að tjá sig um málið við franska fjölmiðla. Ástæðan að baki því er sá mikli fjöldi ásakana kvenna á hendur Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Það var Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, sem veitti Weinstein orðuna árið 2012. Harvey Weinstein.Vísir/Getty Stjórn Óskarsakademíunnar ákvað í gær að reka Weinstein úr akademíunni. Nokkrar franskar leikkonur hafa stigið fram og lýst því hvernig þær hafa orðið fyrir barðinu á Weinstein. Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes hafa fordæmt óafsakanlega hegðun Weinsteins. Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, BAFTA, ákvað í síðustu viku að afturkalla aðild Weinsteins og þá hafa nokkrir breskir stjórnmálamenn hvatt Theresu May, forsætisráðherra Breta, til að svipta Weinstein stórriddaratign breska heimsveldisins. Macron sagði við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 að hann hefði beðið formann nefndarinnar sem veitir Légion d‘Honneur-orðuna að svipta Weinstein henni. J'ai engagé les démarches pour retirer la légion d'honneur à Harvey Weinstein.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 15, 2017 Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá því í dag að lögreglan í Bretlandi hefði hafið rannsókn á ásökunum gegn Weinstein. Var haft eftir lögreglunni að hann væri sakaður um brot gegn þremur konum í aðskildum atvikum í London seint á níunda áratug síðustu aldar, árið 1992, 2010, 2011 og 2015. Sagði lögregluna brotin hafa átt sér stað í Westminster, Camden og vestur London. Lögreglan í New York rannsakar einnig ásakanir á hendur Weinstein um nauðgun og kynferðisbrot. Weinstein hefur notið mikillar velgengni á ferli sínum sem kvikmyndaframleiðandi, en myndir á hans vegum hafa hlotið 300 tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið til 80 slíkra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Frakkland Tengdar fréttir Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21 Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11
James Corden harðlega gagnrýndur fyrir brandara um Harvey Weinstein "Harvey Weinstein vildi koma í kvöld, en því miður ákvað hann að sætta sig við það pottablóm sem var næst honum.“ 15. október 2017 20:21
Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. 15. október 2017 09:22