Andað ofan í hálsmál Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Costco dælir út ódýrara eldsneyti en Dælan sækir á. Vísir/Ernir Verð á eldsneytislítranum hjá Costco hefur hækkað á undanförnum vikum en á sama tíma hefur nýr keppinautur sótt verulega á svo nú munar aðeins nokkrum krónum á lítranum. Nú er svo komið að aðeins munar 5,9 krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni og Costco og aðeins 4 krónum á dísillítranum. N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco. Þegar Costco hóf innreið sína á eldsneytismarkaðinn í sumar ætlaði allt um koll að keyra enda gat fyrirtækið boðið umtalsvert lægra verð en íslensku olíufélögin. Hefur þar munað ríflega 30 krónum á lítranum í mörgum tilfellum. Þann 18. ágúst síðastliðinn kostaði bensínlítrinn í Costco 167,9 krónur og hefur því hækkað um 4 krónur síðan þá. Dísilolían hefur á sama tíma hækkað um 5 krónur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta minnsti munur á lítraverði sem verið hefur hjá íslensku olíufélagi og Costco frá því erlendi risinn opnaði stöð sína í maí síðastliðnum. Costco hefur því gefið eftir en innlendir keppinautar sótt á. Hvort tímabært sé að tala um verðstríð verður þó að koma í ljós. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Verð á eldsneytislítranum hjá Costco hefur hækkað á undanförnum vikum en á sama tíma hefur nýr keppinautur sótt verulega á svo nú munar aðeins nokkrum krónum á lítranum. Nú er svo komið að aðeins munar 5,9 krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni og Costco og aðeins 4 krónum á dísillítranum. N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco. Þegar Costco hóf innreið sína á eldsneytismarkaðinn í sumar ætlaði allt um koll að keyra enda gat fyrirtækið boðið umtalsvert lægra verð en íslensku olíufélögin. Hefur þar munað ríflega 30 krónum á lítranum í mörgum tilfellum. Þann 18. ágúst síðastliðinn kostaði bensínlítrinn í Costco 167,9 krónur og hefur því hækkað um 4 krónur síðan þá. Dísilolían hefur á sama tíma hækkað um 5 krónur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta minnsti munur á lítraverði sem verið hefur hjá íslensku olíufélagi og Costco frá því erlendi risinn opnaði stöð sína í maí síðastliðnum. Costco hefur því gefið eftir en innlendir keppinautar sótt á. Hvort tímabært sé að tala um verðstríð verður þó að koma í ljós.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira