Breytum um kúrs í heilbrigðismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2017 07:00 Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2017 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar