Það er gott fyrir okkur öll að skipta um flokk Eygló Halldórsdóttir skrifar 28. október 2017 07:00 Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við Íslendingar fulltrúa til að gegna löggjafarstörfum á Alþingi, stjórna ráðuneytum og sitja í ríkisstjórn landsins. Margir flokkar eru í boði og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Sumir kjósendur ætla að velja annan flokk en síðast þegar þeir kusu, en aðrir telja algert óráð að skipta um skoðun og merkja ætíð við sama bókstafinn. Kannski má kalla það eins konar bókstafstrú. En það er annars konar val sem er mér líka hugleikið. Ég er mikið fyrir svokallaða útivist og hef tamið mér um nokkurt skeið á útivistarferðum mínum innanbæjar sem utan að tína upp í hverri ferð minnst 3 stykki af rusli, aðallega plasti, sem ég finn á röngum stað og koma því til skila í ruslaílát. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki einnar konu verk, sérstaklega þegar keppa þarf við alla hina sem hafa þveröfugt markmið við mitt, þ.e. að fleygja rusli helst ekki í ruslaílát heldur á víðavangi. Það er þetta fólk sem ég vil skora á að skipta um flokk, koma sér úr ruslflokki og í hreinsunarflokk. Mörgum er tamt að gera kröfur til annarra og tala um það sem þeir eiga rétt á, en hvað með eigin ábyrgð og skyldur? Ég veit að sumir hugsa: „Af hverju ætti ég að tína upp rusl sem aðrir fleygja á víðavangi?“ Mitt svar er: „Af því þú vilt sýna umhverfi þínu virðingu og vera ábyrg og góð fyrirmynd fyrir fólkið sem hefur sett sjálft sig í ruslflokk.“ - Það getur enginn allt, en allir geta eitthvað, t.d. tínt upp 3 stk. af rusli á dag. Hugsaðu þér áhrifin ef 10 manns ganga úr ruslflokki í hreinsunarflokk og tína upp 3 stk. af rusli á dag í stað þess að fleygja og ef þessir 10 myndu hver um sig valda því að 10 til viðbótar tæku upp 3 stk. af rusli á dag. Ertu til í að prófa að ganga í hreinsunarflokkinn? Það kostar ekki neitt og ávinningurinn gæti komið á óvart. Gerum betur fyrir okkur öll. Sameiginlegt stórátak til að móta framtíðina. Látum hjartað ráð för og horfum fram á „hreinan“ veginn. Stöndum með náttúrunni því bráðum kemur betri tíð ef við kjósum betra „og hreinna“ Ísland. Tökum stjórn „og gerum þetta“ saman.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar