Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Þórdís Valsdóttir skrifar 25. október 2017 18:50 Heildarhagnaður félagsins var 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. Vísir/Vilhelm Samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýherja var heildarhagnaður félagsins 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. EBITDA nam 229 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 682 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. „Tekjur jukust lítillega á milli fjórðunga og nemur tekjuaukning ríflega 5 prósent það sem af er ári. Á sama tíma hefur launakostnaður aukist umfram vöxt tekna, sem nauðsynlegt er að bregðast við með frekari hagræðingu í rekstri. Að því hefur verið unnið undanfarna mánuði, m.a. með nokkurri fækkun starfsfólks,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Þá kom einnig fram að Nýherji muni sameinasta dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon á næsta ári. Félögin þrjú munu þá starfa undir sama flaggi frá byrjun næsta árs. Finnur segir sameininguna vera þátt í frekari eflingu rekstrar. „Með sameiningu félaganna verður skipulag og lausnaframboð samstæðu einfaldað, sem mun gera okkur kleift að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar og sækja betur samstíga fram á markaði. Að sama skapi þá mun sameining félaganna gera okkur kleift að hagræða í innviðum, samræma ferla og nýta mannauðinn betur,” segir Finnur. Samkvæmt tilkynningunni þá hefur sala á vörum og þjónustu verið góð á tímabilinu og að sögn Finns stuðla eigin hugbúnaðarlausnir áfram að tekjuvexti. “Kjarna, launa- og mannauðskerfum verið mjög vel tekið af viðskiptavinum félagsins.” „Við erum almennt sátt við stöðu samstæðunnar nú og framundan. Það eru vissulega ögranir í rekstrarumhverfinu, sem við munum halda áfram að takast á við, en tækifærin eru til staðar og félagið í sterkri stöðu til að nýta sér þau og vaxa áfram,“ segir Finnur. Uppgjör félagsins í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Nýherja var heildarhagnaður félagsins 266 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 204 milljónir króna í fyrra. EBITDA nam 229 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 682 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins. „Tekjur jukust lítillega á milli fjórðunga og nemur tekjuaukning ríflega 5 prósent það sem af er ári. Á sama tíma hefur launakostnaður aukist umfram vöxt tekna, sem nauðsynlegt er að bregðast við með frekari hagræðingu í rekstri. Að því hefur verið unnið undanfarna mánuði, m.a. með nokkurri fækkun starfsfólks,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Þá kom einnig fram að Nýherji muni sameinasta dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon á næsta ári. Félögin þrjú munu þá starfa undir sama flaggi frá byrjun næsta árs. Finnur segir sameininguna vera þátt í frekari eflingu rekstrar. „Með sameiningu félaganna verður skipulag og lausnaframboð samstæðu einfaldað, sem mun gera okkur kleift að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar og sækja betur samstíga fram á markaði. Að sama skapi þá mun sameining félaganna gera okkur kleift að hagræða í innviðum, samræma ferla og nýta mannauðinn betur,” segir Finnur. Samkvæmt tilkynningunni þá hefur sala á vörum og þjónustu verið góð á tímabilinu og að sögn Finns stuðla eigin hugbúnaðarlausnir áfram að tekjuvexti. “Kjarna, launa- og mannauðskerfum verið mjög vel tekið af viðskiptavinum félagsins.” „Við erum almennt sátt við stöðu samstæðunnar nú og framundan. Það eru vissulega ögranir í rekstrarumhverfinu, sem við munum halda áfram að takast á við, en tækifærin eru til staðar og félagið í sterkri stöðu til að nýta sér þau og vaxa áfram,“ segir Finnur. Uppgjör félagsins í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira