C. Persónur og leikendur Jón Steindór Valdimarsson skrifar 25. október 2017 16:33 Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun