Áfram stelpur! Guðríður Arnardóttir skrifar 24. október 2017 14:51 Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur kvenna er 24. október. Þennan dag árið 1975 lögðu konur niður störf og kom þá skýrt og greinilega í ljós að hlutur kvenna á vinnumarkaði var af þeirri stærðargráðu að þegar þær viku af sínum venjulega stað í einn dag lamaðist atvinnulíf landsmanna. Þegar litið er til baka þessi rúmlega 40 ár hefur sem betur fer gríðarlega margt unnist í baráttu okkar fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Ömmur okkar og mömmur ruddu leiðina fyrir okkur sem yngri erum – það voru konurnar sem skoruðu samfélagið á hólm og fóru þetta á hnefanum. Við kennarar tilheyrum kvennastétt. Rúmlega 80% okkar félagsmanna í KÍ eru konur. Meðal leikskólakennara er hlutfall kvenna hæst eða 96% og tæp 60% meðal framhaldsskólakennara og hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Það er eins og karlar velji sér síður kennslu sem ævistarf en konur. Það hefur gengið betur að fjölga konum innan hefðbundinna karlastétta en fjölga körlum í kvennastéttum. Það gæti auðvitað átt sér margar orsakir en karlar sækja síður í lægra launuð störf og því miður eru kvennastéttirnar, umönnunarstéttirnar, enn sem komið er metnar lægra til launa. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt með öllu og einnig að öll mótunarár barna og ungmenna séu það aðallega konur sem koma að kennslu þeirra og þar með félagsmótun. Og jafnrétti er ekki bara í orði, það verður líka að vera á borði. Það er ekki bara sömu laun fyrir sömu vinnu, það er miklu meira en það. Jafnrétti er líka glíman við staðalímyndir og viðhorf, eða norm samfélagsins. Jafnréttisbaráttan á sér svo ótal marga anga, suma erum við minna meðvituð um en aðra. Vakningin #metoo, #höfumhátt, #freethenipple er sprottin frá róttækum ungum konum sem skora gamaldags gildi á hólm. Því það er meira en að segja það að slíta sig lausa frá þeim gildum sem manni eru innrætt frá blautu barnsbeini. Og þegar einhver hefur stigið fram og haft hátt, er það einhvern veginn svo augljóst hvað er rétt og hvað er rangt. Í dag ætla ég að minnast allra þeirra frábæru karla sem hafa lagt okkur stelpunum lið og sem hafa tekið slagina með okkur. Þeim fer fjölgandi sem betur fer enda er þetta þeirra barátta líka. En í dag tala ég til kvenna í kennarastéttinni. Af því það er dagurinn okkar í dag. Í dag heiðra ég minningu allra þeirra kvenna, lífs og liðinna, sem ruddu veginn fyrir okkur hinar. Í dag skulum við líka minnast þess að það eru við sem höldum á keflinu og það er okkar að koma dætrum okkar í mark.Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar