Og hvað svo? Ólafur Loftsson skrifar 24. október 2017 10:15 18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar