Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2017 06:58 Kevin Spacey segist ekki muna eftir atvikinu en biðst innilegrar afsökunar. Vísir/Getty Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017 Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna