Martin ætlar að verða betri en Michael Jordan Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Martin Hermannsson með kærustu sinni Önnu Maríu Bjarnadóttur í tökum fyrir heimildamyndina. mynd/skjáskot Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira