Neyðarkallinn rokselst en tekjurnar fást ekki uppgefnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 15:15 Neyðarkallinn í ár ásamt forverum hans. Landsbjörg Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega. Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega.
Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira