Eflum iðnnám og fjölbreytni Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar