Stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi slitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 23:49 Christian Lindner, leiðtogi Frjálslyndra tilkynnir að stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi hafi verið slitið. Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi á milli Kristilega demókrataflokksins, Græningja og Frjálslynda flokksins hefur verið slitið. Frjálslyndi flokkurinn sleit viðræðunum laust fyrir miðnætti. Guardian greinir frá.Viðræður á milli flokkanna, sem eru í raun fjórir þar sem systurflokkur Kristilegra demókrata hefur tekið þátt í þeim, hafa staðið yfir síðustu vikur, án árangurs. Erfiðlega hefur reynst fyrir flokkanna að ná málamiðlunum, ekki síst yfir málefnum flóttamanna sem og loftslagsmála. Fyrir helgi sagði Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins, að flokkarnir hefðu frest til sex í kvöld að þýskum tíma til þess að ná samkomulagi um að hefja formlegar viðræður. Flokkarnir ræddu þó saman fram yfir frestinn en rétt fyrir miðnætti að þýskum tíma tilkynnti Lindner að flokkurinn myndi ekki taka þátt í frekari viðræðum. „Flokkarnir fjórir hafa enga sameiginlega sýn á nútímavæðingu Þýskalands né sameiginlegan grundvöll til að byggja á,“ sagði Lindner þegar hann tilkynnti um viðræðuslitin. „Það er betra að vera ekki í ríkisstjórn en að vera í vondri ríkisstjórn.“ Hefðu flokkarnir komist að samkomulagi um að hefja formlegar viðræður þar sem málefnasamningur hefði verið lagður til grundvallar skiptingu ráðuneyta. Talið er líklegt að Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi Kristilegra demókrata, muni nú reyna að mynda minnihlutastjórn, annað hvort með Frjálslyndum eða Græningjum. Ákvörðun Jafnaðarmanna um að sitja í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu hefur flækt málin töluvert en flokkurinn átti í ríkisstjórnarsamstarfi með flokki Merkel á síðasta kjörtímabili. Takist ekki að mynda ríkisstjórn gæti Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, slitið þingi og boðað til nýrra kosninga.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31 Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13 Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður Stjórnarmyndunarviðræður CDU, CSU, FDP og Græningja halda áfram í Berlín í dag. 3. nóvember 2017 12:31
Græningjar hikandi í þýskum stjórnarmyndunarviðræðum Stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata (CDU,CSU), Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja halda áfram í Þýskalandi í dag. 13. nóvember 2017 12:13
Frestur þýsku flokkanna runninn út Kristilegir demókratar, Frjálslyndir og Græningjar ætla að halda stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í dag. 17. nóvember 2017 08:56