Sakaður um að káfa á sofandi konu Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 18:15 Al Franken, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira