Mikilvægt að velja dekk við hæfi Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 16:33 Eitt stærsta öryggistæki hvers bíls eru dekkin sem undir honum eru. Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent
Klettur, umboðsaðili Goodyear á Íslandi, stóð nýlega fyrir dekkjaprófunum á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði fyrir viðskiptavini sína og starfsmenn. Meginmarkmiðið var að kanna muninn á hemlunarvegalengd og akstureiginleikum góðra sumardekkja, góðra vetrardekkja og ódýrra vetrardekkja í bleytu. Tilgangur prófananna var sýna fram á mikilvægi þess að bílar séu á réttum hjólbörðum við réttar aðstæður. Prófið var framkvæmt þannig að ekið var á 80 km/klst og hemlað á fyrirfram ákveðnum stað. Það er skemmst frá því að segja hemlunarvegalengd sumardekkjanna var að jafnaði um 12 metrum skemmri en hemlunarvegalengd ódýru vetrardekkjanna. Á sumrin er mikilvægt að vera á góðum sumardekkjum þar sem hemlunarvegalengd er mun minni og eldsneytiseyðsla bíla á þeim dekkjum er einnig minni. Á móti skiptir miklu máli að vera á góðum vetrardekkjum, negldum eða ónegldum, þegar hálka og snjór gera vart við sig þar sem þau dekk eru hönnuð fyrir þær aðstæður.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent