Donald Trump yngri í samskiptum við Wikileaks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 06:44 Donald Trump yngri birti staðfestingar á samskiptum sem kosningalið hans hefur ætíð neitað fyrir. VÍSIR/GETTY Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03