Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 10:42 Ásakanir um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur virðast hafa skaðað framboð Roy Moore í Alabama þrátt fyrir að hátt í þriðjungur kjósenda séu enn staðfastari í að kjósa hann nú. Vísir/AFP Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Sjá meira
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15