Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 19:47 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“ MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49