Komu á fót vefsíðu sem finnur hagstæðasta húsnæðislánið Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ólafur Örn Guðmundsson. Ólafur Örn Guðmundsson „Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána. Húsnæðismál Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
„Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána.
Húsnæðismál Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira