Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á þessari skýringarmynd sýna örvarnar hvert fólk á að stefna í skjól komi til eldgoss í Öræfajökli. Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira