Stríðsglæpadómstóllinn lýkur brátt störfum eftir að dómur fellur í máli Mladic Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 12:59 Ratko Mladic í dómssal árið 2012. Vísir/EPA Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30
Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11