Orkuveitan kaupir höfuðstöðvarnar aftur á 5,5 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Höfuðstöðvar OR verða aftur eign fyrirtækisins. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00