Aðgerðaleysi … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar