„Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2017 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Nú þegar Körfuboltamennirnir þrír eru komnir frá Kína og búið að bjarga þeim frá mörgum árum í fangelsi, er LaVar Ball, faðir LiAngelo, vanþakklátur fyrir það sem ég gerði fyrir son hans og hann er á því að búðahnupl sé lítið mál. Ég hefði átt að skilja þá eftir í fangelsi!“ Þetta skrifaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. Þar var hann að vísa til þess að faðir eins af þremur háskólanemendum sem handteknir voru fyrir þjófnað úr verslun í Kína, hefur gert lítið úr þætti forsetans varðandi það að nemendunum þremur var sleppt frá Kína. Um er að ræða þá LiAngelo Ball, Cody Riley og Jalen Hill sem sakaðir voru um að hafa stolið sólgleraugum úr Louis Vuitton verslun i borginni Hangzhou. Körfuboltalið þeirra hafði verið þar að keppa. Þeir voru handteknir og yfirheyrðir en voru aldrei fangelsaðir. Þeim hefur öllum verið vikið úr liðinu og meinað að keppa aftur í háskóladeild Bandaríkjanna. Trump segist hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, persónulega um að grípa inni.Samkvæmt frétt CNN gerði faðir LiAngelo Ball lítið úr þætti Trump í því að syni hans hefði verið sleppt. Forsetinn var ekki sáttur við það. Trump var þó ekki hættur og tísti aftur skömmu seinna. „Búðahnupl er alvarlegt mál í Kína, eins og það ætti að vera (5-10 ár í fangelsi), en það finnst LaVar ekki. Ég hefði frekar átt að ná syni hans heim í næstu ferð minni til Kína. Kína sagði þeim af hverju þeim var sleppt. Mjög vanþakklátir!“Now that the three basketball players are out of China and saved from years in jail, LaVar Ball, the father of LiAngelo, is unaccepting of what I did for his son and that shoplifting is no big deal. I should have left them in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017Shoplifting is a very big deal in China, as it should be (5-10 years in jail), but not to father LaVar. Should have gotten his son out during my next trip to China instead. China told them why they were released. Very ungrateful! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2017 Þar er sagan þó ekki öll sögð því í síðustu viku, eftir að nemendunum þremur hafði verið sleppt, tísti Trump og fór beinlínis fram á það að hinir ungu menn myndu þakka honum fyrir. „Haldið þið að að UCLA körfuboltaleikmennirnir muni segja þakka þér Trump forseti? Þeir stefndu á tíu ára fangelsisvist!“ Þetta tíst var skrifað snemma um morguninn nemendurnir höfðu ekki komið aftur til Bandaríkjanna frá Kína, nema nokkrum klukkustundum áður. Þeir héldu svo blaðamannafund og þökkuðu forsetanum fyrir sem sendi þeim tvö tíst til viðbótar og óskaði þeim frábærs lífs.Do you think the three UCLA Basketball Players will say thank you President Trump? They were headed for 10 years in jail! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2017To the three UCLA basketball players I say: You're welcome, go out and give a big Thank You to President Xi Jinping of China who made..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017....your release possible and, HAVE A GREAT LIFE! Be careful, there are many pitfalls on the long and winding road of life! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira