Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 16:15 Þeir sem Trump hefur tilnefnt til vísindastarfa búa yfir mun minni sérþekkingu en þeir sem Obama tilnefndi. Vísir/AFP Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Tæplega 60% þeirra sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur tilnefnt í vísindatengdar stöður eru ekki með meistara- eða doktorspróf í raun- eða heilbrigðisvísindum. Þá gengur skipan þeirra mun hægar en í tíð fyrri forseta. Enginn forseti hefur tekið lengri tíma í að tilnefna vísindaráðgjafa. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar hefur ríkisstjórn Trump tilnefnt 43 einstaklinga í stöður og embætti sem hafa með vísindi að gera og Bandaríkjaþing þarf að staðfesta. Hátt í 60% þeirra er ekki með æðri menntun í vísindagreinum. Hlutföllin voru öfug í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Munurinn er sagður sérstaklega sláandi í orkumálaráðuneytinu sem hefur umsjón með kjarnorkuvopnabúri Bandaríkjanna. Enginn af þeim sjö einstaklingum sem Trump hefur tilnefnt í vísindastörf hjá ráðuneytinu er með meistaragráðu eða meira í vísindafagi, þar á meðal aðstoðarráðherra vísinda. Rick Perry, orkumálaráðherran, er með gráðu í búfræði og er fyrrverandi ríkisstjóri. Báðir orkumálaráðherrarnir í ráðuneytum Obama eru með doktorsgráðu í eðlisfræði. Annar þeirra, Steven Chu, var meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði. Í haust hætti Sam Clovis, sem Trump hafði tilnefnt sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins, við að gefa kost á sér í embættið vegna rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann var útvarpsþáttastjórnandi sem var með hagfræðigráðu en enga þjálfun í vísindum.Rick Perry er með gráðu í búfræði en stýrir orkumálaráðuneytinu sem fer meðal annars með kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna.Vísir/EPASérfræðingar eru tengdir iðnaðiAf þeim tilnefningum Trump sem eru með vísindagráður koma margir beint úr störfum fyrir iðnaðinn sem þeir eiga að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. Í Umhverfisstofnuninni hefur fulltrúum í vísindaráði stofnunnarinnar þar að auki verið skipt út fyrir sérfræðinga sem tengjast hagsmunaaðilum í iðnaði. Úttekt AP leiðir einnig í ljós að Trump hefur enn ekki tilnefnt í rúmlega þriðjung þeirra 65 embætta sem hafa með vísindi eða umhverfismál að gera. Á meðal þeirra eru allar fjórar stjórnendastöður vísinda- og tækniskrifstofu Hvíta hússins. Nýlega staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan fyrrverandi málsvara nokkurra stærstu kolafyrirtækja heims sem aðstoðarforstjóra Umhverfisstofnunarinnar. Forstjóri hennar er Scott Pruitt sem er lögfræðimenntaður. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma stefndi hann Umhverfisstofnuninni ítrekað í samstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. „Þetta endurspeglar bara þá fyrirlitningu sem ríkisstjórnin hefur sýnt vísindum,“ segir Christie Todd Whitman, fyrrverandi ríkisstjóri repúblikana í New Jersey og fyrrverandi forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.
Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kolaiðnaðurinn er einn helsti mengunarvaldurinn í Bandaríkjunum. 6. október 2017 19:08