Byrja að rukka fyrir rútustæði við Leifsstöð Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 14:24 Verðskrá verður á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Vísir/stefán Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að um sé að ræða stæði fyrir þau hópferðarfyrirtæki sem greiða ekki nú þegar fyrir aðstöðu. Þar segir að verðskrá sé á þann veg að smærri hópferðabifreiðar með 19 eða færri sæti greiða 7.900 og stærri bifreiðar með 20 sæti og yfir greiða 19.900 krónur. Einungis er greitt fyrir hvert skipti sem farþegar eru sóttir en ekki þegar farþegum er hleypt út við flugstöðina. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé í takt við þá stefnu Isavia að tekjur af hverju svæði í umferðarskipulagi standi undir þeirri þjónustu sem þar sé veitt og framtíðaruppbyggingu. „Auk þess er mikilvægt fyrir Isavia að styrkja óflugtengda tekjustofna, en þannig er unnt að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli. Hópferðabifreiðastæðin er með með síðustu þjónustuþáttum í umferðarskipulagi þar sem Isavia hefur gjaldtöku. Lengi hafa þau hópferðafyrirtæki sem hafa aðstöðu nær flugstöðinni og sölubása inni greitt fyrir sína aðstöðu. Bílastæði fyrir einkabíla hafa verið háð gjaldtöku um árabil, bílaleigur greiða fyrir sína aðstöðu og nýverið var tekin upp gjaldtaka fyrir leigubílastæði. Þessi nýja gjaldtaka er því í takt við það sem áður hefur verið ákveðið og kynnt. Sett verða upp aðgangsstýrð hlið og aðgangskort verða aðeins veitt fyrirtækjum sem hafa gilt hópferðaleyfi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, að eins og þegar hafi komið fram séu gríðarlegar fjárfestingar framundan á Keflavíkurflugvelli og þurfi þær að gerast hratt. „Isavia hefur unnið að því síðustu ár að efla tekjustofna til þess að félagið geti fyrir sjálfsaflafé staðið straum af stærsta framkvæmdatímabili í sögu Keflavíkurflugvallar,“ segir Hlynur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira