Eldri borgarar geti lifað með reisn af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðinum Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 07:00 Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun