Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 15:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast með framvindu mála í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“ Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“
Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03