Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2017 19:00 Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira