Átt í átökum við araba alla ævi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Benjamín Netanjahú hefur verið við völd í Ísrael frá árinu 2009. Nordicphotos/Getty Eftir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að færa sendiráð ríkis síns í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem, og þannig viðurkenna síðarnefndu borgina sem höfuðborg Ísraela, hafa augu alþjóðasamfélagsins eina ferðina enn beinst að landsvæðinu sem Palestínumenn og Ísraelar hafa bitist um í áratugaraðir. Borgin helga hefur verið friði að fótakefli allt frá því á fimmta áratug síðustu aldar og raunar lengur, sé litið til fleiri átaka en á milli Ísraela og Palestínumanna. Frá árinu 1967, þegar Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu, hafa þeir farið þar með völd þótt Palestínumenn, og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á austurhlutann sem höfuðborg Palestínu. Sjálfir samþykktu Ísraelar að gera Jerúsalem alla að höfuðborg sinni árið 1980 og hefur stjórnsýsla þeirra verið þar allar götur síðan. Sendiráð annarra ríkja eru hins vegar öll í Tel Avív. Ýmislegt hefur gerst frá því Trump greindi frá ákvörðun sinni. Leiðtogar 57 múslimaríkja kröfðust þess í vikunni að heimsbyggðin viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og Jerúsalem sem höfuðborg hennar. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, kallaður Bíbí frá því í barnæsku, hefur hins vegar verið á annarri línu. Hann stendur nú í miðju þeirrar hringiðu sem myndast hefur.Viðurkenning raunveruleikans Málstaður Netanjahús grundvallast á því að með viðurkenningu sinni á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels séu Bandaríkjamenn einungis að gangast við raunveruleikanum. „Þegar upp er staðið verður sannleikurinn alltaf ofan á. Fjöldi landa mun viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og mun einnig færa sendiráð sín til borgarinnar,“ sagði Netanjahú til að mynda við meðlimi leyniþjónustunnar Mossad sem voru í heimsókn í forsetahöllinni í Jerúsalem í vikunni. Bíbí brást einnig við kröfu leiðtoganna 57. Sagði hann að sér fyndist lítið til yfirlýsingarinnar koma og hélt því fram að Ísraelar virtu trúfrelsi allra sem byggju í borginni, en um þriðjungur borgarbúa eru Palestínumenn. „Það væri betra fyrir Palestínumenn að gangast við raunveruleikanum og beita sér fyrir friði en ekki öfgum,“ bætti forsætisráðherrann við.Hernaðarrætur BíbísÞótt Netanjahú hafi setið á forsætisráðherrastóli í samtals rúman áratug hefur hann að sjálfsögðu ekki verið þjóðarleiðtogi allt sitt líf. Rétt eins og nú hefur Ísraelinn átt í átökum við Araba allt sitt líf. Hann hefur til að mynda barist við Líbana, Egypta, Jórdana, Sýrlendinga, Palestínumenn, Íraka, Sádi-Araba, Líbýumenn, Túnisa og Alsíringa. Netanjahú er af fyrstu kynslóðinni sem ólst upp í sjálfstæðu ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Hann fæddist í Tel Avív árið 1949 og rétt eins og allir aðrir Ísraelar þjónaði hann í hernum snemma á fullorðinsaldri. Barðist hann meðal annars í jom kippúr stríðinu. Það gerði bróðir hans, Jonathan Netanjahú, einnig. Hann var drepinn þegar hann leiddi björgunarleiðangur í Úganda og í nafni bróður síns stofnaði Bíbí samtök gegn hryðjuverkum. Við það skaust maðurinn upp á stjörnuhimin ísraelskra stjórnmála og varð hluti af sendinefnd Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1982 áður en hann varð fastafulltrúi ríkisins tveimur árum seinna.Benjamín Netanjahú sést hér til hægri gegna herstörfum árið 1971.Nordicphotos/GettyFyrsti sigurinn varð að tapi Við heimkomuna til Ísraels árið 1988 hófst stjórnmálaferill Netanjahús fyrst af einhverri alvöru. Hann vann þingsæti og varð aðstoðarforsætisráðherra strax á fyrsta ári og staðsetti sig hægra megin við fyrri leiðtoga flokks síns, Likud. Leiðin lá upp á við og átta árum eftir að hann tók sæti á þingi varð hann fyrsti forsætisráðherra Ísraela sem kosinn er í beinum kosningum. Vann hann nauman sigur á sitjandi forsætisráðherra, Shimon Peres. Þetta fyrsta kjörtímabil Netanjahús gekk hins vegar illa og í umfjöllun sinni um forsætisráðherrann segir BBC að kjörtímabilið hafi einkennst af óeiningu í Likud-flokknum. Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt Óslóarsamninginn á milli Ísraela og Palestínumanna harðlega skrifaði hann undir árið 1997 og afhenti með því Palestínumönnum áttatíu prósent borgarinnar Hebron. Þetta var óheillaskref fyrir Netanjahú og eftir að hafa boðað til kosninga, sautján mánuðum á undan áætlun, árið 1999 laut hann í lægra haldi fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins, Ehud Barak. Sá hafði verið yfirmaður Netanjahús í hernum og lofaði að beita sér fyrir friði. Hinn sigraði Netanjahú sagði af sér þingmennsku og formennsku í Likud eftir ósigurinn.Endurkoman En Netanjahú hætti ekki afskiptum af stjórnmálum eftir tapið. Þegar Likud komst aftur til valda árið 2001 undir forsæti Ariels Sharon var hann gerður að ráðherra. Fyrst utanríkisráðherra og síðan fjármálaráðherra. Netanjahú skapaði sér síðan sérstöðu innan Likud árið 2005 þegar hann sagði af sér í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga Ísraela til baka frá Gasasvæðinu. Síðar sama ár ákvað Sharon að klúfa sig frá Likud og stofna miðjuflokkinn Kadima. Netanjahú greip gæsina svo sannarlega og vann formannssætið á ný. Á fyrstu árunum eftir að hann tók við formennsku á ný var hann einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og einkum Kadima. Sú gagnrýni skilaði honum sigri í kosningum í mars 2009. Netanjahú var snúinn aftur í forsætisráðuneytið.Boðskapurinn Eins og gefur að skilja hefur alþjóðasamfélagið áhuga á því sem fram fer í ríki Netanjahús. Áhuginn svo gott sem einskorðast þó við samskipti Ísraela og araba, einkum Palestínumanna. Sýn Netanjahús á tengsl ríkjanna hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár. Árið 2010 sagði hann til að mynda að hann samþykkti hugsjónina um afhernaðarvædda Palestínu en krafðist þess í leiðinni að Palestínumenn myndu viðurkenna að Ísrael væri ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Fimm árum síðar hafði hann þó fjarlægst þá hugsjón. Þetta skipti einfaldlega ekki jafnmiklu máli í ljósi uppgangs öfgaíslamista í Mið-Austurlöndum. Eitt er hins vegar víst. Netanjahú lítur svo á að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraela. Jafnt vesturhluti borgarinnar sem austurhlutinn. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Sjá meira
Eftir ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að færa sendiráð ríkis síns í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem, og þannig viðurkenna síðarnefndu borgina sem höfuðborg Ísraela, hafa augu alþjóðasamfélagsins eina ferðina enn beinst að landsvæðinu sem Palestínumenn og Ísraelar hafa bitist um í áratugaraðir. Borgin helga hefur verið friði að fótakefli allt frá því á fimmta áratug síðustu aldar og raunar lengur, sé litið til fleiri átaka en á milli Ísraela og Palestínumanna. Frá árinu 1967, þegar Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu, hafa þeir farið þar með völd þótt Palestínumenn, og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á austurhlutann sem höfuðborg Palestínu. Sjálfir samþykktu Ísraelar að gera Jerúsalem alla að höfuðborg sinni árið 1980 og hefur stjórnsýsla þeirra verið þar allar götur síðan. Sendiráð annarra ríkja eru hins vegar öll í Tel Avív. Ýmislegt hefur gerst frá því Trump greindi frá ákvörðun sinni. Leiðtogar 57 múslimaríkja kröfðust þess í vikunni að heimsbyggðin viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og Jerúsalem sem höfuðborg hennar. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, kallaður Bíbí frá því í barnæsku, hefur hins vegar verið á annarri línu. Hann stendur nú í miðju þeirrar hringiðu sem myndast hefur.Viðurkenning raunveruleikans Málstaður Netanjahús grundvallast á því að með viðurkenningu sinni á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels séu Bandaríkjamenn einungis að gangast við raunveruleikanum. „Þegar upp er staðið verður sannleikurinn alltaf ofan á. Fjöldi landa mun viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og mun einnig færa sendiráð sín til borgarinnar,“ sagði Netanjahú til að mynda við meðlimi leyniþjónustunnar Mossad sem voru í heimsókn í forsetahöllinni í Jerúsalem í vikunni. Bíbí brást einnig við kröfu leiðtoganna 57. Sagði hann að sér fyndist lítið til yfirlýsingarinnar koma og hélt því fram að Ísraelar virtu trúfrelsi allra sem byggju í borginni, en um þriðjungur borgarbúa eru Palestínumenn. „Það væri betra fyrir Palestínumenn að gangast við raunveruleikanum og beita sér fyrir friði en ekki öfgum,“ bætti forsætisráðherrann við.Hernaðarrætur BíbísÞótt Netanjahú hafi setið á forsætisráðherrastóli í samtals rúman áratug hefur hann að sjálfsögðu ekki verið þjóðarleiðtogi allt sitt líf. Rétt eins og nú hefur Ísraelinn átt í átökum við Araba allt sitt líf. Hann hefur til að mynda barist við Líbana, Egypta, Jórdana, Sýrlendinga, Palestínumenn, Íraka, Sádi-Araba, Líbýumenn, Túnisa og Alsíringa. Netanjahú er af fyrstu kynslóðinni sem ólst upp í sjálfstæðu ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Hann fæddist í Tel Avív árið 1949 og rétt eins og allir aðrir Ísraelar þjónaði hann í hernum snemma á fullorðinsaldri. Barðist hann meðal annars í jom kippúr stríðinu. Það gerði bróðir hans, Jonathan Netanjahú, einnig. Hann var drepinn þegar hann leiddi björgunarleiðangur í Úganda og í nafni bróður síns stofnaði Bíbí samtök gegn hryðjuverkum. Við það skaust maðurinn upp á stjörnuhimin ísraelskra stjórnmála og varð hluti af sendinefnd Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1982 áður en hann varð fastafulltrúi ríkisins tveimur árum seinna.Benjamín Netanjahú sést hér til hægri gegna herstörfum árið 1971.Nordicphotos/GettyFyrsti sigurinn varð að tapi Við heimkomuna til Ísraels árið 1988 hófst stjórnmálaferill Netanjahús fyrst af einhverri alvöru. Hann vann þingsæti og varð aðstoðarforsætisráðherra strax á fyrsta ári og staðsetti sig hægra megin við fyrri leiðtoga flokks síns, Likud. Leiðin lá upp á við og átta árum eftir að hann tók sæti á þingi varð hann fyrsti forsætisráðherra Ísraela sem kosinn er í beinum kosningum. Vann hann nauman sigur á sitjandi forsætisráðherra, Shimon Peres. Þetta fyrsta kjörtímabil Netanjahús gekk hins vegar illa og í umfjöllun sinni um forsætisráðherrann segir BBC að kjörtímabilið hafi einkennst af óeiningu í Likud-flokknum. Þrátt fyrir að hafa gagnrýnt Óslóarsamninginn á milli Ísraela og Palestínumanna harðlega skrifaði hann undir árið 1997 og afhenti með því Palestínumönnum áttatíu prósent borgarinnar Hebron. Þetta var óheillaskref fyrir Netanjahú og eftir að hafa boðað til kosninga, sautján mánuðum á undan áætlun, árið 1999 laut hann í lægra haldi fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins, Ehud Barak. Sá hafði verið yfirmaður Netanjahús í hernum og lofaði að beita sér fyrir friði. Hinn sigraði Netanjahú sagði af sér þingmennsku og formennsku í Likud eftir ósigurinn.Endurkoman En Netanjahú hætti ekki afskiptum af stjórnmálum eftir tapið. Þegar Likud komst aftur til valda árið 2001 undir forsæti Ariels Sharon var hann gerður að ráðherra. Fyrst utanríkisráðherra og síðan fjármálaráðherra. Netanjahú skapaði sér síðan sérstöðu innan Likud árið 2005 þegar hann sagði af sér í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga Ísraela til baka frá Gasasvæðinu. Síðar sama ár ákvað Sharon að klúfa sig frá Likud og stofna miðjuflokkinn Kadima. Netanjahú greip gæsina svo sannarlega og vann formannssætið á ný. Á fyrstu árunum eftir að hann tók við formennsku á ný var hann einn harðasti gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og einkum Kadima. Sú gagnrýni skilaði honum sigri í kosningum í mars 2009. Netanjahú var snúinn aftur í forsætisráðuneytið.Boðskapurinn Eins og gefur að skilja hefur alþjóðasamfélagið áhuga á því sem fram fer í ríki Netanjahús. Áhuginn svo gott sem einskorðast þó við samskipti Ísraela og araba, einkum Palestínumanna. Sýn Netanjahús á tengsl ríkjanna hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár. Árið 2010 sagði hann til að mynda að hann samþykkti hugsjónina um afhernaðarvædda Palestínu en krafðist þess í leiðinni að Palestínumenn myndu viðurkenna að Ísrael væri ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Fimm árum síðar hafði hann þó fjarlægst þá hugsjón. Þetta skipti einfaldlega ekki jafnmiklu máli í ljósi uppgangs öfgaíslamista í Mið-Austurlöndum. Eitt er hins vegar víst. Netanjahú lítur svo á að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraela. Jafnt vesturhluti borgarinnar sem austurhlutinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Sjá meira
Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael "Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían.“ 10. desember 2017 22:07