Bókabúðir auðga bæinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun