Rúmir tveir dagar í verkfall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2017 19:00 Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09