Í kapphlaupi við tímann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í loftslagsmálum er mannkynið í kapphlaupi við tímann. Sú keppni er í orðsins fyllstu merkingu upp á líf eða dauða hvort sem við viljum horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. Margir þeirra sem best þekkja til eru þeirrar skoðunar að taki þjóðir heims sig ekki saman um að spyrna tafarlaust við fótum geti leikurinn endanlega tapast strax um miðja þessa öld. Þetta kom meðal annars fram í máli Emmanuels Macron Frakklandsforseta í vikunni, á ráðstefnu í París um loftslagsmál. Tíminn sem við höfum til stefnu er þess eðlis að einungis við sem komin erum á fullorðinsaldur getum gripið til nauðsynlegra aðgerða. Þegar börnin okkar eru vaxin úr grasi er það hugsanlega of seint. Stundum er sagt að margar hendur vinni létt verk og það á vissulega við í þessu tilfelli – ennþá. Örfáir í hópi mestu umhverfissóðanna hafa reyndar lýst því yfir að þeir ætli ekki að vera með heldur halda áfram uppteknum hætti. Það þýðir að hinar þjóðirnar þurfa að leggja ennþá meira af mörkum.Losun gróðurhúsalofttegunda aukist á Íslandi Íslendingar eru í þeim hópi sem hvað minnst hefur gert til þess að snúa blaðinu við á undanförnum árum. Frá árinu 1990 til 2010 jókst losun okkar á gróðurhúsalofttegundum verulega á meðan flest hinna iðnvæddu og menntuðu ríkja drógu úr mengun sinni. Og við erum enn að fresta því að taka á vandanum enda þótt við lofum öllu fögru. Staðreyndin er smánarblettur sem við verðum að hreinsa af okkur. Ekki einungis til þess standa við skuldbindingar okkar í Parísarsáttmálanum og forða okkur frá u.þ.b. 230 milljarða króna sekt vegna vanefnda eftir 13 ár heldur beinlínis til þess að halda lífi. Og við eigum stórkostlegt tækifæri til þess að snúa vörn í sókn án þess að finna endilega mikið fyrir því. Langtum stærra tækifæri en flestar ef ekki allar þjóðir heims. Leynivopnið okkar, kannski dýrmætasta auðlindin okkar í framlagi til loftslagsbaráttunnar, eru opnir skurðir sem auðvelt er að fylla eða stífla. Um 85% allra framræsluskurða sem á sínum tíma voru grafnir með fjárstuðningi ríkisins eru með öllu gagnslausir til jarðræktar eða beitar. Þeir skaða hins vegar lífríki náttúrunnar með margvíslegum hætti og stuðla að gífurlegri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.Lokum skurðunum Samanlögð lengd gamalla „landbúnaðarskurða“ á Íslandi er um 33 þúsund kílómetrar. Það samsvarar vegalengdinni frá Íslandi til Sydney í Ástralíu?… og aftur til baka. Þegar við bætast ríflega 60 þúsund kílómetrar af plógræsum, sem að mestu voru rist í jörðu á síðustu áratugum síðustu aldar, nær heildarlengd votlendisræsa á Íslandi meira en tvo hringi umhverfis jörðina. Samanlögð losun bílaflotans, fiskiskipaflotans og innanlandsflugsins er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað í framræstu mýrlendi sem hægt er að endurheimta án þess að spilla túnum eða beitarlandi. Gróðursetning trjáa til þess að minnka kolefnisfótspor okkar er mikilvæg. Henni eigum við að halda áfram. Áhrifin koma hins vegar fram á löngum tíma og duga skammt í því tímahraki sem framundan er. Endurheimt votlendis er andhverfan. Hver skurður sem lokast myndar á örskammri stundu vætu á nýjan leik og stöðvar þannig rotnun í þurrum jarðvegi gamalla mýra nánast á einni nóttu. Lokun skurða er sambærileg við nauðhemlun bifreiðar og það er álíka auðvelt að mæla strax árangur uppfyllingarinnar eins og hemlunarvegalengd bílsins. Um þessar mundir er sem betur fer að fæðast stór hópur vísindamanna og annarra sérfræðinga, fyrirtækja, stofnana og áhugasamra vakandi einstaklinga sem hyggur á stofnun samtaka um endurheimt votlendis. Markmiðið er að vekja landsmenn af værum blundi. Vonandi munu landeigendur leggja sitt af mörkum. Fjöregg okkar í loftslagsmálum er í þeirra höndum. Höfundur er alþingismaður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun