Stofnvísitala þorsks aldrei mælst hærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2017 13:50 Þessar mælingar nú renna stoðum undir það að staða þorskstofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. vísir/stefán Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar. Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Stofnvísitala þorsks hefur aldrei mælst hærri í stofnmælingum botnfiska að haustlagi en nú en mælingarnar hófust árið 1996. Þá er stofnvísitala gullkarfa einnig sú hæsta síðan mælingar hófust en vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að niðurstöðurnar varðandi þorskinn séu mjög jákvæðar. Þessar mælingar nú renni stoðum undir það að staða stofnsins sé góð en mælingin sé þó aðeins af þremur meginþáttum sem Hafró notar til þess að ákveða stofnmörk hvers árs. Hinir þættirnir tveir eru stofnmæling að vori og svo gögn frá fiskiskipum. „Það sem er jákvætt við þetta er að þetta hækkar í ár en þetta lækkaði aðeins í fyrra. Fyrstu vísbendingar um árganginn 2017 er að hann sé svona við meðallag sem er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Annað sem kom út úr mælingum Hafró í ár er að vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur hækkað undanfarin ár eftir að hafa náð sögulegu lágmarki en nýliðun er þó áfram mjög léleg. „Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða svokallað haustrall, fór fram í 21. sinn dagana 4. til 9. nóvember síðastliðinn. Svæðið sem var til rannsóknar var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi og var togað með botnvörpu á 375 stöðvum. Togarainn Ljósafell SU og rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE voru notuð til rannsóknarinnar.
Sjávarútvegur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira