Aukið fjármagn til NPA – Flýtum aðgerðum Ásmundur Einar Daðason skrifar 27. desember 2017 14:04 Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónulegri aðstoð. Fyrir jól lagði ég fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga sem kveða á um þjónustu við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Til að brúa bilið lagði ég einnig fram frumvarp sem á að tryggja að unnt verði að veita NPA þjónustu á grundvelli samninga fram að gildistöku heildarlaganna.Fjölgun samninga – 70 milljóna aukafjárveitingVið vinnslu málsins á Alþingi lagði stjórnarmeirihlutinn til aukningu á framlagi til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar um 70 m.kr., umfram það sem áður var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Framlög til NPA-þjónustu verða þar með 140 m.kr. hærri á næsta ári en í fjárlögum þessa árs, eða samtals 360 m.kr. Af þeirri aukningu sem nú hefur verið ákveðin eru 30 m.kr. ætlaðar til þjónustu við þá sem þurfa á sólarhringsmeðferð í öndunarvél að halda. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir enda er með þessu fjármagni óhætt að tala um straumhvörf, því unnt verður að fjölga verulega samningum um notendastýrða persónulega aðstoð. Þessi ákvörðun endurspeglar einnig áherslur nýrrar ríkisstjórnar að flýta öllum aðgerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks.Náum samstöðu um að flýta aðgerðumÞau lagafrumvörp er varða málið eru komin til velferðarnefndar Alþingis. Þar er ég viss um að nefndarmenn taki höndum saman um að leiða þetta mikilvæga mál til lykta, hratt og örugglega í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka. Þetta er ekki aðeins mikilvægt hagsmunamál fatlaðs fólks, þetta er mál sem snýst um mannréttindi og að við sýnum í verki vilja okkar til að stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks og ófatlaðra í samfélaginu eins og kostur er.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónulegri aðstoð. Fyrir jól lagði ég fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga sem kveða á um þjónustu við fatlað fólk sem þarf á miklum stuðningi að halda og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að lögfesting NPA á grundvelli þessara frumvarpa geti tekið gildi um mitt næsta ár. Til að brúa bilið lagði ég einnig fram frumvarp sem á að tryggja að unnt verði að veita NPA þjónustu á grundvelli samninga fram að gildistöku heildarlaganna.Fjölgun samninga – 70 milljóna aukafjárveitingVið vinnslu málsins á Alþingi lagði stjórnarmeirihlutinn til aukningu á framlagi til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar um 70 m.kr., umfram það sem áður var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Framlög til NPA-þjónustu verða þar með 140 m.kr. hærri á næsta ári en í fjárlögum þessa árs, eða samtals 360 m.kr. Af þeirri aukningu sem nú hefur verið ákveðin eru 30 m.kr. ætlaðar til þjónustu við þá sem þurfa á sólarhringsmeðferð í öndunarvél að halda. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir enda er með þessu fjármagni óhætt að tala um straumhvörf, því unnt verður að fjölga verulega samningum um notendastýrða persónulega aðstoð. Þessi ákvörðun endurspeglar einnig áherslur nýrrar ríkisstjórnar að flýta öllum aðgerðum sem tengjast málefnum fatlaðs fólks.Náum samstöðu um að flýta aðgerðumÞau lagafrumvörp er varða málið eru komin til velferðarnefndar Alþingis. Þar er ég viss um að nefndarmenn taki höndum saman um að leiða þetta mikilvæga mál til lykta, hratt og örugglega í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka. Þetta er ekki aðeins mikilvægt hagsmunamál fatlaðs fólks, þetta er mál sem snýst um mannréttindi og að við sýnum í verki vilja okkar til að stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks og ófatlaðra í samfélaginu eins og kostur er.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun