Bryant er einn besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi og treyjan hans var hengd upp á vegg hallarinnar þar sem LA Lakers spila leiki sína á dögunum. Að því tilefni setti Bryant stutta teiknimynd á Instagram.
Mayweather skrifaði við myndina „Ég er tilbúinn til að keppa við þig einn á einn og spila upp á eina milljón dollara.“
Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Mayweather mætti stórstjörnu úr annari íþróttagrein, en hann vann Conor McGregor í frægum bardaga fyrr á árinu.
Bryant hefur enn ekki svarað þessari áskorun Mayweather.
Floyd wildin' pic.twitter.com/GFhiZaNGNH
— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2017