Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. desember 2017 11:30 Smári segist finna fyrir örlítilli eftirsjá að hafa ekki fjárfest meira í Bitcoin á sínum tíma. vísir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir í samtali við Vísi að fylgjast þurfi með þróun rafmyntarinnar Bitcoin hér á landi, en „gjaldmiðilsskipti“ myntarinnar hafa færst í aukana undanfarið eftir eftirtektarverða hækkun á heimsmörkuðum. Hann ítrekar þó að ekki megi kæfa niður nýsköpunina og tækifærin sem Bitcoin fylgja með of snemmbæru regluverki.Upplifum áður óhugsandi fjármálagjörningaGreint var frá því á mbl.is á fimmtudaginn að Smári hefði lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra sem snýr að 154. grein hegningarlaga sem hljóðar svo:„Sektum eða [fangelsi] allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem án heimildar í lögum býr til, flytur inn eða lætur úti handhafabréf, sem notuð kunna að verða til þess að ganga sem gjaldmiðill manna á milli, hvort heldur almennt eða innan sérstaks flokks manna, eða vænta má, að notuð verði á þann hátt. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til erlendra peningaseðla.Smári segist, í samtali við Vísi, vilja fá á hreint hvað felist í þessum orðum og hvernig hægt sé að túlka þau í nútímanum. „Þetta snýr að ákvæði sem fjallar um peningafals og skrifað var á tíma þegar að alþjóðaviðskipti voru ekki jafn mikil og þau eru í dag og sér í lagi rafræn viðskipti sem voru ekki til.“ Í fyrirspurninni veltir hann því fyrir sér hvort spilapeningar úr Monopoly-spilinu, mjólkurmiðar gefnir út af skóla, ávísun á erlenda bankainnstæðu, útprentun á tölvupósti með loforði um greiðslu í framtíðinni, flugpunktar hjá flugfélagi sem heimilar millifærslur milli viðskiptavina og inneignarnóta frá verslun sem er stíluð á handhafa falli undir greinina. Hann segir ótrúlega margt hafa breyst og nú séum við að verða vitni að fjármálagjörningum sem áður voru hreinlega óhugsandi. Hann tekur Bitcoin sem dæmi, en ítrekar það að hann vilji ekki að fyrirspurnin snúi að þeim tiltekna gjaldmiðli og sé því öllu almennari.Braskað með BitcoinAðspurður segist Smári hafa tekið eftir aukinni umræðu og notkun Bitcoin hér á landi. „Það eru margir mjög áhugasamir um þetta og það er bara mjög eðlilegt, hvað sem manni finnst um þetta. Ég hef verið mjög varkár um þetta og mótmælt því á ýmsa vegu, tæknilega, hagfræðilega og jafnvel á lagalegum forsendum. Það breytir því ekki að þetta er stórkostlega áhugaverð nýjung. Umsvifin á Bitcoin eru orðin mjög mikil. Það er orðið nægilega stórt til þess að hrista upp í heimsmörkuðum. Sem dæmi þá var meiri peningur lagður í útgáfu nýrra rafmynta heldur en í fjárfestingar í nýjum sprotafyrirtækjum í Kísildalnum á síðasta ársfjórðungi. Það er því kominn tími á að við skiljum þetta.“ Umræðunni um fjárfestingu í Bitcoin er beint að Smára sjálfum og hann spurður hvort hann hafi fjárfest í rafmyntinni á sínum tíma. Þess má geta að hækkun Bitcoin hefur nærri því verið stjarnfræðileg á síðustu mánuðum og árum. „Ég á örlítið. Mun minna en eitt Bitcoin og hef aldrei átt mjög mikið. Ég er forvitinn um þetta en hef ekki viljað eyða peningum í þetta. Ég hef heyrt þessa sögu, um að ég sé Bitcoin-milljónamæringur, en hún er fjarri lagi,“ segir Smári og bætir við að það sé vottur af eftirsjá að hafa ekki tekið sénsinn á sínum tíma. „Ef eitthvað er þá er ég pínu fúll út í sjálfan mig að láta neikvæðnina mína gera það að verkum að ég fjárfesti ekki á sínum tíma.“Þörf á endurskilgreiningu hagsmunaskráningar þingmannaEftir að persónulegur Bitcoin-fjárhagur Smára berst í tal snýst umræðan yfir í það hvort honum finnist að gefa þyrfti upp slíkar eignir samkvæmt hagsmunaskráningu þingmanna. Smári segir að engin krafa sé gerð í þeim efnum. Hann hefur, ásamt Pírötum, barist fyrir auknu gagnsæi í vinnubrögðum þingsins og stjórnsýslunnar í heild. „Hagsmunaskráningin í dag nær til að mynda ekki til eignar í hlutabréfasjóðum eða peningamarkaðsbréfa, þannig ætti þetta að taka til annarrar fjármunaeignar [Bitcoin sem dæmi]? Ég á til dæmis íbúð og bíl. Á það að koma fram? Það er þannig núna að maður á að taka fram ef maður á tvær íbúðir, en ekki bara eina.“ Hann segir að almenningur eigi rétt á því að hlutirnir séu uppi á borðinu því þingmenn séu oft og tíðum að greiða atkvæði um mál er varða eigin hagsmuni. „Fyrr í dag [föstudaginn 22. desember] vorum við til dæmis að greiða atkvæði um hækkun fjármagnstekjuskatts og í því felst breyting á hagsmunum margra þingmanna.“ Hann vitnar einnig í skýrslu frá GRECO, sem er hópur aðildarríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, þar sem segir að íslenska ríkið og þingið hafi ekki orðið við athugasemdum um úrbætur á hagsmunaskráningu þingmanna. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýni mikilvægi þess að endurskoða hvernig tekið er á spillingu hér á landi.Rafmyntir þarfnast skilgreiningar í íslensku hagkerfiHonum þykir nauðsynlegt að Bitcoin og aðrar rafmyntir verði skilgreindar áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þær. Sömuleiðis megi ekki kæfa nýsköpunina sem fylgir skiptum á myntinni með regluverki. „Mér finnst nauðsynlegt að við finnum út hvers konar fjármunir þetta eru – hvort þetta sé varningur, gjaldmiðill eða einhvers konar hlutabréf til dæmis. Þangað til að búið er að skilgreina það erum við bara á óheppilegum stað. Þetta er náttúrlega glænýtt og þróast á ótrúlegum hraða,“ segir Smári og bætir við að hann kunni einnig ekki sérlega vel við umhverfissóðaskapinn sem fylgir framleiðslu myntarinnar. „Þetta kostar brjálæðislega orku og er víða í heiminum framleitt með mjög óhreinum hætti.“ Til skýringar þá verður Bitcoin-mynt til með svokallaðri „námuvinnslu“ (e. mining). Það sem þarf til þess er tölva eða tölvur til þess að framkvæmda útreikninga af ákveðnu tagi. Þegar útreikningarnir takast fær fólk myntina inn í nokkurs konar „rafrænt veski“ eða skrá (e. ledger). Það leiðir til þess að fólk kaupir fleiri og sérhæfðari tölvur, segir Smári, til þess að geta framkvæmt þessa útreikninga og þrautir. „Kerfið er hins vegar hannað að framboðinu þannig að dæmin sem reikna þarf verða erfiðari þegar fleiri keppa um þetta,“ og bætir hann við að það skaði umhverfið. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill sem kynntur var af huldumanninum Satoshi Nakamoto árið 2009. Ólíkt hefðbundinni mynt er bitcoin ekki gefið út af banka eða einstaklingum en hægt er að eignast bitcoin-aura með svokallaðri námavinnslu (e. mining) á netinu eins og um verðmætan málm væri að ræða. Gengi Bitcoin hefur tekið stórfelldum hækkunum frá stofndegi þess en þegar farið var af stað með myntina kostaði hver aur innan við eina íslenska krónu. Verðgildi Bitcoin náði hins vegar hámarki nýlega þegar það fór upp í 20 þúsund dollara (rúmlega 2,1 milljón króna) en síðan þá hefur það rokkað niður og aftur upp. Rafmyntir Tengdar fréttir Bitcoin tekur skarpa dýfu eftir hraðan vöxt Gífurlegar sveiflur urðu á mörkuðum í morgun en verð hrundi um tæp 20 prósent, úr 15.600 dollurum niður í 12.560 dollara. 22. desember 2017 12:04 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir í samtali við Vísi að fylgjast þurfi með þróun rafmyntarinnar Bitcoin hér á landi, en „gjaldmiðilsskipti“ myntarinnar hafa færst í aukana undanfarið eftir eftirtektarverða hækkun á heimsmörkuðum. Hann ítrekar þó að ekki megi kæfa niður nýsköpunina og tækifærin sem Bitcoin fylgja með of snemmbæru regluverki.Upplifum áður óhugsandi fjármálagjörningaGreint var frá því á mbl.is á fimmtudaginn að Smári hefði lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra sem snýr að 154. grein hegningarlaga sem hljóðar svo:„Sektum eða [fangelsi] allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem án heimildar í lögum býr til, flytur inn eða lætur úti handhafabréf, sem notuð kunna að verða til þess að ganga sem gjaldmiðill manna á milli, hvort heldur almennt eða innan sérstaks flokks manna, eða vænta má, að notuð verði á þann hátt. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til erlendra peningaseðla.Smári segist, í samtali við Vísi, vilja fá á hreint hvað felist í þessum orðum og hvernig hægt sé að túlka þau í nútímanum. „Þetta snýr að ákvæði sem fjallar um peningafals og skrifað var á tíma þegar að alþjóðaviðskipti voru ekki jafn mikil og þau eru í dag og sér í lagi rafræn viðskipti sem voru ekki til.“ Í fyrirspurninni veltir hann því fyrir sér hvort spilapeningar úr Monopoly-spilinu, mjólkurmiðar gefnir út af skóla, ávísun á erlenda bankainnstæðu, útprentun á tölvupósti með loforði um greiðslu í framtíðinni, flugpunktar hjá flugfélagi sem heimilar millifærslur milli viðskiptavina og inneignarnóta frá verslun sem er stíluð á handhafa falli undir greinina. Hann segir ótrúlega margt hafa breyst og nú séum við að verða vitni að fjármálagjörningum sem áður voru hreinlega óhugsandi. Hann tekur Bitcoin sem dæmi, en ítrekar það að hann vilji ekki að fyrirspurnin snúi að þeim tiltekna gjaldmiðli og sé því öllu almennari.Braskað með BitcoinAðspurður segist Smári hafa tekið eftir aukinni umræðu og notkun Bitcoin hér á landi. „Það eru margir mjög áhugasamir um þetta og það er bara mjög eðlilegt, hvað sem manni finnst um þetta. Ég hef verið mjög varkár um þetta og mótmælt því á ýmsa vegu, tæknilega, hagfræðilega og jafnvel á lagalegum forsendum. Það breytir því ekki að þetta er stórkostlega áhugaverð nýjung. Umsvifin á Bitcoin eru orðin mjög mikil. Það er orðið nægilega stórt til þess að hrista upp í heimsmörkuðum. Sem dæmi þá var meiri peningur lagður í útgáfu nýrra rafmynta heldur en í fjárfestingar í nýjum sprotafyrirtækjum í Kísildalnum á síðasta ársfjórðungi. Það er því kominn tími á að við skiljum þetta.“ Umræðunni um fjárfestingu í Bitcoin er beint að Smára sjálfum og hann spurður hvort hann hafi fjárfest í rafmyntinni á sínum tíma. Þess má geta að hækkun Bitcoin hefur nærri því verið stjarnfræðileg á síðustu mánuðum og árum. „Ég á örlítið. Mun minna en eitt Bitcoin og hef aldrei átt mjög mikið. Ég er forvitinn um þetta en hef ekki viljað eyða peningum í þetta. Ég hef heyrt þessa sögu, um að ég sé Bitcoin-milljónamæringur, en hún er fjarri lagi,“ segir Smári og bætir við að það sé vottur af eftirsjá að hafa ekki tekið sénsinn á sínum tíma. „Ef eitthvað er þá er ég pínu fúll út í sjálfan mig að láta neikvæðnina mína gera það að verkum að ég fjárfesti ekki á sínum tíma.“Þörf á endurskilgreiningu hagsmunaskráningar þingmannaEftir að persónulegur Bitcoin-fjárhagur Smára berst í tal snýst umræðan yfir í það hvort honum finnist að gefa þyrfti upp slíkar eignir samkvæmt hagsmunaskráningu þingmanna. Smári segir að engin krafa sé gerð í þeim efnum. Hann hefur, ásamt Pírötum, barist fyrir auknu gagnsæi í vinnubrögðum þingsins og stjórnsýslunnar í heild. „Hagsmunaskráningin í dag nær til að mynda ekki til eignar í hlutabréfasjóðum eða peningamarkaðsbréfa, þannig ætti þetta að taka til annarrar fjármunaeignar [Bitcoin sem dæmi]? Ég á til dæmis íbúð og bíl. Á það að koma fram? Það er þannig núna að maður á að taka fram ef maður á tvær íbúðir, en ekki bara eina.“ Hann segir að almenningur eigi rétt á því að hlutirnir séu uppi á borðinu því þingmenn séu oft og tíðum að greiða atkvæði um mál er varða eigin hagsmuni. „Fyrr í dag [föstudaginn 22. desember] vorum við til dæmis að greiða atkvæði um hækkun fjármagnstekjuskatts og í því felst breyting á hagsmunum margra þingmanna.“ Hann vitnar einnig í skýrslu frá GRECO, sem er hópur aðildarríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, þar sem segir að íslenska ríkið og þingið hafi ekki orðið við athugasemdum um úrbætur á hagsmunaskráningu þingmanna. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýni mikilvægi þess að endurskoða hvernig tekið er á spillingu hér á landi.Rafmyntir þarfnast skilgreiningar í íslensku hagkerfiHonum þykir nauðsynlegt að Bitcoin og aðrar rafmyntir verði skilgreindar áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þær. Sömuleiðis megi ekki kæfa nýsköpunina sem fylgir skiptum á myntinni með regluverki. „Mér finnst nauðsynlegt að við finnum út hvers konar fjármunir þetta eru – hvort þetta sé varningur, gjaldmiðill eða einhvers konar hlutabréf til dæmis. Þangað til að búið er að skilgreina það erum við bara á óheppilegum stað. Þetta er náttúrlega glænýtt og þróast á ótrúlegum hraða,“ segir Smári og bætir við að hann kunni einnig ekki sérlega vel við umhverfissóðaskapinn sem fylgir framleiðslu myntarinnar. „Þetta kostar brjálæðislega orku og er víða í heiminum framleitt með mjög óhreinum hætti.“ Til skýringar þá verður Bitcoin-mynt til með svokallaðri „námuvinnslu“ (e. mining). Það sem þarf til þess er tölva eða tölvur til þess að framkvæmda útreikninga af ákveðnu tagi. Þegar útreikningarnir takast fær fólk myntina inn í nokkurs konar „rafrænt veski“ eða skrá (e. ledger). Það leiðir til þess að fólk kaupir fleiri og sérhæfðari tölvur, segir Smári, til þess að geta framkvæmt þessa útreikninga og þrautir. „Kerfið er hins vegar hannað að framboðinu þannig að dæmin sem reikna þarf verða erfiðari þegar fleiri keppa um þetta,“ og bætir hann við að það skaði umhverfið. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill sem kynntur var af huldumanninum Satoshi Nakamoto árið 2009. Ólíkt hefðbundinni mynt er bitcoin ekki gefið út af banka eða einstaklingum en hægt er að eignast bitcoin-aura með svokallaðri námavinnslu (e. mining) á netinu eins og um verðmætan málm væri að ræða. Gengi Bitcoin hefur tekið stórfelldum hækkunum frá stofndegi þess en þegar farið var af stað með myntina kostaði hver aur innan við eina íslenska krónu. Verðgildi Bitcoin náði hins vegar hámarki nýlega þegar það fór upp í 20 þúsund dollara (rúmlega 2,1 milljón króna) en síðan þá hefur það rokkað niður og aftur upp.
Rafmyntir Tengdar fréttir Bitcoin tekur skarpa dýfu eftir hraðan vöxt Gífurlegar sveiflur urðu á mörkuðum í morgun en verð hrundi um tæp 20 prósent, úr 15.600 dollurum niður í 12.560 dollara. 22. desember 2017 12:04 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Bitcoin tekur skarpa dýfu eftir hraðan vöxt Gífurlegar sveiflur urðu á mörkuðum í morgun en verð hrundi um tæp 20 prósent, úr 15.600 dollurum niður í 12.560 dollara. 22. desember 2017 12:04
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30