Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2017 09:25 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldsins Tómasar. Vísir/afp Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra. Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er orðinn sá stærsti sem geisað hefur í sögu ríkisins. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. Tómas hefur nú lagt undir sig yfir 1100 ferkílómetra landsvæði, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Svæðið er því stærra að flatarmáli en New York-borg, Brussel og París samanlagt. Eldurinn kviknaði í Santa Paula í Kaliforníu-ríki í byrjun desember en hefur fært sig vestur og út að ströndinni. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín, flestir í grennd við Santa Barbara. Yfir þúsund byggingar hafa auk þess orðið eldinum að bráð og þá hefur einn slökkviliðsmaður látist í baráttunni við hann. Gert er ráð fyrir að áfram hægist á skógareldinum næstu daga en slökkvilið á svæðinu hafa að mestu náð tökum á honum.12.22.2017 Good Evening from the #ThomasFire. The fire is 273,400 and 65% contained. The Thomas Fire has now become the largest fire in California's recorded history. Photo by Kari Greer for U.S.F.S. pic.twitter.com/VIuadVJ17Q— Los Padres NF (@LosPadresNF) December 23, 2017 Tómas er einn fjölmargra skógarelda sem geisað hafa í ríkinu á árinu. Gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar eru talin ein orsök þess að tíðni stórra skógarelda hefur aukist síðustu ár. Næststærsti skógarheldur sem geisað hefur í Kaliforníu er Cedar-skógareldurinn. Sá kviknaði árið 2003 í grennd við San Diego og lagði undir sig rétt tæpa 1106 ferkílómetra.
Bandaríkin Loftslagsmál Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Vindar gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. 9. desember 2017 13:24
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent