„Framkvæmdatími“ Trump fer í sjónvarp, símtöl og tíst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 10:36 Trump finnst gott að halda til í íbúð sinni, horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta, fram eftir morgni. Vísir/AFP Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann. Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Vinnudagur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur styst frá því að hann tók fyrst við embætti. Forsetinn er sagður mæta seinna á skrifstofuna og taka færri fundi en áður. Í staðinn ver Trump meiri tíma í að horfa á sjónvarp og hanga á Twitter í vistarverum sínum í Hvíta húsinu. Að sögn bandaríska fréttamiðilsins Axios sem fékk að sjá raunverulega dagskrá Trump, sem er nokkuð frábrugðin þeirri opinberu sem fjölmiðlar og almenningur fá yfirleitt að sjá, mætir forsetinn oft ekki á skrifstofuna fyrr en um klukkan ellefu á morgnana. Vinnudagur hans er tiltölulega stuttur, frá 11 til 18. Breytingin á vinnutilhögun forsetans er sögð hafa verið gerð til rýma til fyrir sjónvarpsáhorf hans og Twitter-venjur. Tíminn sem hann ver í það er kallaður „framkvæmdatími“ í dagskrá hans. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að framkvæmdatímann nýti Trump fyrst og fremst í að horfa á sjónvarpið, tala í símann og tísta einn í íbúð sinni. Þannig sé tíminn frá 8 til 11 alla morgna lagður undir „framkvæmdatíma“. Eftir það mæti Trump á forsetaskrifstofuna fyrir fyrsta fund dagsins. Til samanburðar nefnir Axios að George Bush yngri hafi yfirleitt verið mættur á skrifstofuna kl. 6:45 á morgnana. Barack Obama hafi yfirleitt byrjað á líkamsrækt áður en hann mætti á milli níu og tíu.Segir forsetann einn þann vinnusamasta sem hún hefur séðAxios segir að vinnudagar Trump hafi verið lengri fyrst eftir að hann tók við embætti í fyrra. Dagskráin hafi byrjað fyrr en endað seinna. Forsetinn hafi hins vegar kunnað illa við svo langa dagskrá og ýtt á eftir því að dagskráin byrjaði seinna á daginn. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að Trump verji morgnunum að hluta til í íbúð sinni og að hluta til á skrifstofunni en hann eigi reglulega símtöl við starfslið sitt, þingmenn, ráðherra og erlenda leiðtoga. Sjálf segir hún að Trump sé einn vinnusamasti maður sem hún hafi nokkru sinni séð. Blaðamenn hafi margoft óskað þess að forsetinn hægði á sér því þeir ættu erfitt með að halda í við hann.
Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira