Merkel og Schulz hefja stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 10:35 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira