Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 11:33 Ítrekuð höfuðhögg geta leitt til heilahrörnunarsjúkdómsins CTE. Hann hefur dregið ruðningsmenn í Bandaríkjunum til dauða. Vísir/Getty Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir. NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir.
NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45
Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30
Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45
NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30
Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15
Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30
Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45