Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 14:44 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“ Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“
Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52