Fara í samkeppni við Eldum rétt með samstarfi við íþróttafélögin Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Það á að hafa gaman í eldhúsinu að mati Jóns Arnars. mynd/einn, tveir og elda „Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum. Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Það á að hafa gaman í eldhúsinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Einn, tveir og elda sem er nýtt fyrirtæki á hinum svokallaða máltíðamarkaði. Vefsíða fyrirtækisins er komin í loftið og nú geta þeir sem leiðigjarnt þykir að fara út í verslun að vinnudegi loknum, eða einfaldlega skortir hugmyndaflugið í eldamennskunni, skráð sig og fengið senda heim eða sótt pakka með hráefnum til eldunar. Í boði verða þrjár tegundir af pökkum – klassíski pakkinn, heilsupakkinn og gestapakkinn. Samtals eru uppskriftirnar ellefu í hverri viku og breytist úrvalið á milli vikna. Jón Arnar segir fyrirtækið hafa fengið til liðs við sig þaulreynda matgæðinga úr þjóðfélaginu og munu uppskriftir frá þeim birtast í hverri viku. Í fyrstu vikunni býðst viðskiptavinum að elda eftir uppskriftum Gunnars Más Kamban og Jóa Fel. Einn, tveir og elda mun þá leggja ríka áherslu á notkun íslenskra hráefna í eldamennskunni að sögn Jóns Arnars. „Við munum reyna að nota það sem er best hverju sinni. Þá munum við eingöngu bjóða viðskiptavinum upp á íslenskt kjöt en einnig verður reynt eftir fremsta megni að notast við íslenskt grænmeti og fisk.“Fara í samstarf með íþróttafélögunumHann segir fyrirtækið hafa viljað geta boðið upp á fleiri en einn afhendingarstað svo viðskiptavinir þyrftu ekki allir að sækja pöntun sína á sama staðinn. Þannig hafi sú hugmynd komið upp snemma í undirbúningsferlinu að fara í samstarf með íþróttafélögum í hverju hverfi fyrir sig. „Við erum nú þegar í samstarfi með HK, Aftureldingu og KR. Við erum einnig að bæta við nýjum félögum koll af kolli og er stefnt að því að þau verði átta til tíu talsins þegar fram líða stundir“. Þá muni hvert og eitt félag fá 5 prósent hlut af hverri vöru sem afhent er. Þó verður einnig hægt að fá vöruna senda upp að dyrum gegn gjaldi. Einn, tveir og elda er annað fyrirtækið inn á máltíðamarkaðinn en fyrir er Eldum rétt sem stofnað var árið 2014. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að samkeppni muni ríkja þeirra á milli á markaði sem stækkað hefur gífurlega undanfarin ár. Að sögn Jóns Arnars eru sífellt fleiri sem grípa með sér kassa með hráefnum og elda heima til þess að sleppa við að þurfa að fara út í verslun að vinnudegi loknum.
Matur Neytendur Tengdar fréttir Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30 Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. 13. desember 2017 07:30
Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf. 15. desember 2017 13:49