„Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 23:00 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Vísir/Getty „Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
„Af hverju erum við að taka á móti fólki frá þessum skítaholum? Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“ Þetta mun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa sagt við þingmenn beggja flokka í Hvíta húsinu í gær. Í fyrstu sendi Hvíta húsið út yfirlýsingu þar sem því var ekki neitað að forsetinn hefði sagt þetta. Svo breyttist það í dag þegar Trump sjálfur þvertók fyrir það í illskiljanlegu tísti þar sem hann sagði þó að orðlag sitt hefði verið harkalegt. Síðan þá hefur þingmaðurinn Richard J. Durbin, sem sótti fundinn sagt: „Víst“, eða því næst, og sagði hann Trump hafa sagt þetta oft. Aðrir þingmenn sem sóttu fundinn hafa sagt ummælin sem höfð eru eftir Trump vera rétt.Norðmenn hafa þó ekki tekið vel í þessa tillögu Trump og segjast hafa það fínt í Noregi. Í fyrra fluttu einungis 502 Norðmenn til Bandaríkjanna. Hagstofa Noregs, SSB, spurði á Twitter í dag hvort að þeir hafi verið fleiri árið 2017.502 nordmenn flyttet til USA i 2016, 59 færre enn året før. Blir det flere nå? pic.twitter.com/uC8iF6nwUW — SSB (@ssbnytt) January 12, 2018 Ef farið er yfir opinberar hagsældartölur er Noregur hærri en Bandaríkin í nánast öllum flokkum. Lífslíkur eru hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Verg landsframleiðsla er hærri í Noregi en í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði er lægri í Noregi en í Bandaríkjunum og Norðmenn eru heimsins ánægðasta þjóð á meðan Bandaríkin eru í 14 sæti. Þar að auki búa Norðmenn við eitt af heimsins sterkustu velferðarkerfum sem haldið er uppi af olíuauði ríkisins. Samvkæmt frétt Reuters, sem skrifuð er af norskum blaðamönnum, hafa fjölmargir Norðmenn gripið til samfélagsmiðla í dag til að tilkynna Trump að þau hafi engan áhuga á því að flytja til Bandaríkjanna. „Svo ég tali fyrir Noreg; Takk, en nei takk," sagði Torbjoern Saetre á Twitter. „Við erum ekki á leiðinni. Skál frá Noregi,“ sagði einn. Þegar blaðamenn hringdu í embættismenn í Noregi og spurðu út í orð Trump sagði einn að Norðmenn afþökkuðu boðið pent. Bandarískur prófessor sem býr í Svíþjóð hefur tekist að fanga stemninguna í Noregi nokkuð vel.Of course people from #Norway would love to move to a country where people are far more likely to be shot, live in poverty, get no healthcare because they’re poor, get no paid parental leave or subsidized daycare and see fewer women in political power. #Shithole — Christian Christensen (@ChrChristensen) January 11, 2018 Ástandið hefur þó ekki alltaf verið svona. Eins og bent er á í frétt Washington Post.Á nítjándu og tuttugustu öld er talið að hundruð þúsunda hafi flutt frá Noregi til Bandaríkjanna vegna slæms efnahagsástands þar. Talið er að Noregur sé það ríki sem hafi tapað stærstum hluta íbúa sinna til Bandaríkjanna, að Írlandi undanskildu. Til langs tíma áttu norskir innflytjendur erfitt í Bandaríkjunum. Margar kynslóðir drógust á eftir öðrum hópum þegar kom að tekjum og öðru. Rannsakendur sem skoðuðu norska innflytjendur komust að þeirri niðurstöðu að eftir að hafa verið í Bandaríkjunum í 30 ár hafði þeim ekki tekist að bæta stöðu sína og ná sömu hæðum og innfæddir og aðrir innflytjendur frá Evrópu. Flestir störfuðu þeir við landbúnað, fiskvinnslu og skógarhögg og börn innflytjenda áttu við sömu erfiðleika að stríða. Eins og það er orðað í frétt WP þá er litið á norska innflytjendur sem manneskjur sem sem komu til Bandaríkjanna með ekkert og gáfu börnum sínum norska drauminn. Það virðist þó ekki eiga við rök að styðjast.
Donald Trump Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47