Stefna á nýja ríkisstjórn um páska Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2018 20:08 Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar. Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Reiknað er með að ný ríkisstjórn geti tekið við í Þýskalandi í kring um páska en Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar náðu samkomulagi í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Angela Merkel kanslari boðar nýjar tillögur um þróun Evrópusamvinnunnar í stjórnarsáttmálanum. Nú sér fyrir endann á lengstu stjórnarkreppu í sögu Þýskalands á eftirstríðsárunum en ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn frá kosningum um miðjan september. Leiðtogar gömlu stjórnarflokkanna, Kristilegra demókrata flokks Angelu Merkel, systurflokks þeirra og Sósíaldemókrata tilkynntu í morgun að samkomulag hefði tekist í nótt um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Merkel sagði umheiminn ekki bíða eftir Þýskalandi. „Að því er varðar Evrópu sérstaklega þá erum við sannfærð um að gefa þurfi upp á í nýtt í málefnum ESB. Við höfum lagt mikið í hugmyndavinnu og fullt traust hefur ríkt, sérstaklega milli formanna flokkanna. Því er ég sannfærð um að við finnum nýjar leiðir til að vinna með Frakklandi,“ sagði Merkel í dag. En stjórn Macron Frakklandsforseta hefur sett fram hugmyndir um þróun Evrópusamvinnunnar á næstu árum og áratugum. Sósíaldemókratar hafa verið tregir til að endurnýja samstarf sitt við Merkel og flokk hennar, enda beið flokkurinn mesta afhroð í sögu sinni í kosningunum í september. Eftir lok óformlegar viðræðna í nótt gaf framkvæmdastjórn flokksins forystunni hins vegar fullt umboð til að mynda stjórn með Kristilegum demókrötum. „Mig langar að segja að Evrópukaflinn í þessum könnunarviðræðum er nýtt upphaf fyrir Evrópu. Á þessum grunni mun Þýskaland halda styrk sínum innan ESB og næsta ríkisstjórn Þýskalands mun byggja á þessu skjali,“ sagði Martin Schulz, leiðtogi Sósíaldemókrata. En þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá kosningum ætla leiðtogarnir ekki að rasa um ráð fram við myndun nýrrar ríkisstjórnar ef marka má yfirlýsingar Horst Seehofer formanns systurflokks Merkel. „Ég tel að ef þetta gengur upp og ef viðræður flokkanna fara síðan fram þannig að við getum haldið hraðanum uppi gætum við hugsanlega myndað ríkisstjórn fyrir páska,“ sagði Horst Seehofer. Flokkarnir leggja allir áherslu á að Þýskaland verði áfram sterkt og efnahagslega leiðandi innan Evrópusamvinnunnar.
Evrópusambandið Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent