Zeman líklegastur til að vinna tékknesku forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2018 10:32 Milos Zeman forseti og helsti keppinautur hans, Jiri Drahos. Vísir/AFP Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira