Árangur af heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun