Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:24 Piers Morgan (t.v.) hefur verið hrifinn af Trump forseta. Viðtal þeirra verður birt í bresku sjónvarpi í kvöld. Vísir/AFP Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07