Er Borgarlínan lausnin á öllum samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun