300 borgarlínur frá aldamótum Pawel Bartoszek skrifar 22. janúar 2018 08:00 Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar